Auglýsing

Margrét segir að Fréttin.is sé til sölu: „Hún er til sölu fyrir rétta aðila“

Margrét Friðriksdóttir, eigandi og ritstjóri miðilsins Fréttin.is, tilkynnti það í hlaðvarpinu „Norræn karlmennska“ á Brotkast að miðillinn væri til sölu fyrir „rétta aðila“ og að hún hafi ekki ætlað að standa í brúnni lengi en hefur nú gert það í þrjú ár og nú sé kominn tími til að snúa sér öðru.

„Ég ætlaði mér aldrei að vera lengi í þessu starfi – samt hef ég verið í þessu í þrjú ár og nú fer minn tími að vera kominn í þessu frumkvöðlaverkefni eins og ég kalla það. Ég ætla bara að tilkynna það hér og nú að Fréttin er til sölu fyrir rétta aðila vegna þess að Fréttin á ekki að snúast um mig – miðillinn á að standa fyrir lýðræðinu, tjáningarfrelsinu, sýna fleiri hliðar og eins og ég segi – standa með sannleikanum og vera aðhald fyrir aðra miðla og yfirvöld. Það sýnir sig bara á lesningunni,“ sagði Margrét í viðtalinu sem hægt er að hlusta og horfa á í fullri lengd með áskrift að Brotkast.

Þá segir Margrét að fjárfestar hafi sýnt þessu frumkvöðlaverkefni sínu áhuga og ítrekar að miðillinn sé til sölu.

„Hún er til sölu fyrir rétta aðila – mikil tækifæri í miðlinum og það eru fjárfestar að sýna þessu áhuga. Ég er allavega að fara að mestu út úr Fréttinni og er að fara að takast á við annað spennandi verkefni.“

Hér er brot úr viðtalinu:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing