Auglýsing

Margréti Maack nóg boðið og lét kaldhæðin ummæli falla, hlustaðu á umtalað brot úr þættinum

Lokaorð Margrétar Erlu Maack í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun hafa vakið mikla athygli. „Minn­um fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vest­manna­eyj­um,“ sagði Mar­grét þegar að Þjóðhátíðarlagið í ár var byrjað að óma. Hlustaðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan.

Margrét segir í samtali við mbl.is að um hafi verið að ræða kaldhæðnislega athugasemd um ljótan veruleika og að henni sé nóg boðið hvað varðar hvernig tekið er á kyn­ferðis­brot­um í Vest­manna­eyj­um. „Ég viður­kenni það að kald­hæðni skil­ar sér sjald­an í út­varpi,“ seg­ir hún á mbl.is.

En mér er ein­fald­lega nóg boðið, eins og svo mörg­um öðrum, meðal ann­ars rík­is­lög­reglu­stjóra, hvernig tekið er á þess­um mál­um í Vest­manna­eyj­um. Þetta er ekk­ert nema tíma­skekkja og rugl.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hyggst ekki upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Eyjum fyrr en eftir hátíðina. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn.

Margrét viðurkennir að hún sé stundum grimmur gargandi háðsfugl. „Ekki reyna að mis­skilja mig að ég sé að hvetja til nauðgana. Nauðgan­ir eru svart­ur blett­ur á hátíð sem ég ef­ast ekki um að sé frá­bær þar sem kær­leik­ur­inn er í fyr­ir­rúmi,“ segir hún á mbl.is.

Ummæli Páleyjar Borgþórsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í gær hafa vakið mikla athygli. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ sagði hún.

„Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot.“

Uppfært kl. 12.28: Margrét hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór yfir strikið í beinni útsendingu. Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér þegar umræða um kynferðisbrot er annars vegar, en þessi ummæli mín voru ekki boðleg í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu,“ segir hún á Facebook-síðu sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing