Auglýsing

María Lilja skrifar opið bréf til konunnar sem sakaði eiginmann hennar um nauðgun: „Ég trúði þér í fyrstu“

María Lilja Þrastardóttir, eiginkona Orra Páls Dýrasonar fyrrverandi trommara í Sigur Rós skrifar Meagan Boyd opið bréf á samskiptamiðlinum RedditMaría segir Meagan hafa gert nóg og biðlar til hennar að láta þau í friði. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu.

Í bréfinu sem lesa má í heild hér segist María hafa trúað ásökunum Megans í fyrstu en hún hefur sakað Orra um nauðgun. Seinna meir áttaði María sig á því að frásögn Meagan var mjög líknauðgun sem María sjálf varð fyrir og hafði deilt með eiginmanni sínum.

Sjá einnig: Orri Páll hættir í Sigur rós eftir ásakanir um nauðgun: „Get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina“

„Fyrir þremur vikum byrjaði ég að fá skilaboð í gegnum Instagram frá fólki sem að ég þekkti ekki. Sum skilaboðin voru frá alvöru notendum en sum þeirra voru frá reikningum sem voru gagngert útbúnir til að koma skilaboðum til mín um nauðgunaásakanir á hendur eiginmanni mínum. Lífið mitt hrundi. Ég trúði þér í fyrstu, ég trúði því að maðurinn minn væri nauðgari,“ segir María Lilja í bréfinu.

Í bréfinu rekur María söguna af því hvernig Meagan og Orri kynntust. Hún segir Orra hafi verið fyrir utan nektardansstað að bíða eftir leigubíl. Svo hafi hann farið inn til þess að kaupa eiturlyf, þegar að Boyd kemur til hans og býður honum far heim. Eftir það lá leið þeirra upp á hótelherbergi Orra.

María vill ekki fara út í smáatriði í því sem gerðist á hótelinu en hún kveðst skilja vel að Megan hafi verið fúl að fá ekki sínu fram með Orra.

Sökin er hans fyrir að hafa boðið þér upp á herbergi í fyrsta lagi, það hefði hann aldrei átt að gera. Það var ósanngjarnt gagnvart þér og eiginkonu hans á þeim tíma

Í bréfinu segir María Lilja frá því að henni var nauðgað skömmu áður en Meagan og Orri fóru heim saman. Það mál var látið niður falla en hún deildi sögunni með Orra sem hjálpaði henni mikið.

María segir Orra hafa sagt Megan hennar sögu. „Af hverju þú ákveður svo að segja mína sögu líkt og hún sé þín mun ég aldrei skilja. Í fullri hreinskilni þá mun ég aldrei geta skilið slíkt hugarástand. Þú fyllir mig ótta,“ skrifar María en bréfið má sjá í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing