Auglýsing

Marta María tekur 115 kíló í hnébeygju

Ég byrjaði fyrir akkúrat ári síðan. Stefnan var prófa þetta í mánuð,“ segir Marta María Jónasdóttir, blaðamaður á Smartlandinu á Mbl.is, um kraftlyftingarnar sem hún stundar nú af krafti undur leiðsögn Ingimundar Björgvinssonar.

Marta birti mynd af sér á Facebook í morgun þar sem hún er með 90 kíló á stönginni. Myndinni fylgdu skilaboð um að hnébeygjurnar með þyngdina hafi verið þrjár.

Mynd/Laufey Agnarsdóttir

 

Marta er ein umtalaðasta fjölmiðlakona landsins. Hún segist hafa kolfallið fyrir lyftingunum og segist hafa tekið mest 115 kíló í hnébeygju. „Ég er enginn afrekskona þegar kemur að íþróttum og var alltaf lélegust í leikfimi í barnaskóla. Þetta kom því mjög skemmtilega á óvart. Þarna fann ég mig,“ segir hún og bætir við að hún æfi oftast hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. „Og svo allskonar æfingar með, eins og að ýta sleðanum og sippa.“

Að lokum liggur beinast við að spyrja, fyrst Smartlandsdrottningin er á línunni, hvort rassinn sé ekki orðinn grjótharður eftir erfiðið?

Þú getur rétt ímyndað þér það!“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing