Til stendur að opna mathöll á veitingasvæði Kringlunnar á næsta ári. Framkvæmdir standa yfir í vesturhorni Stjörnutorgs í Kringlunni en þar hefur verið tekið frá svæði fyrir mathöll. Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.
Í mathöll Kringlunnar munu minni rekstraraðilar fá pláss fyrir matreiðslu sína en hingað til hafa stórar samstæður verið fyrirferðamiklar á Stjörnutorgi.
Sigurjón Arnar Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að vonir standi til að opnun mathallarinnar muni gefa forsmekkinn af því sem koma skal á Stjörnutorgi.
Mathallir hafa verið gífurlega vinsælar á höfuðborgarsvæðinu síðan sú fyrst opnaði á Hlemmi fyrir rúmu ári síðan. Önnur mathöll opnaði á Granda fyrr á þessu ári.
Mathallaræðið hefur ekki farið fram hjá Íslendingum sem hafa verið duglegir að ræða mathallir á Twitter í dag. Við tókum saman það skemmtilegasta.
Hlemmur mathöll
Grandi mathöll
Kringlan mathöll
Höfði mathöll
Sýslumaðurinn í Kópavogi mathöll
Klósettið í Laugarásbíó mathöll
Mathöll mathöll
Mathöll mathöll mathöll
Mathöööööööönnnnggghhhh— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 8, 2018
Við @liljakristjans fáum nýja íbúð afhenta í næstu viku. Er mikið búinn að pæla í mathöllinni í íbúðinni, hvaða borðplötur er fólk að vinna með í dag?
— Atli Fannar (@atlifannar) October 8, 2018
Með þessu áframhaldi verður farið að kalla eldhús einstæðings sem kann ekki að sjóða egg mathöllhttps://t.co/oHIOyijhZD
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) October 8, 2018
er stjörnutorg líka mathöll?
— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) October 8, 2018
Life imitates art imitates life. https://t.co/1VHjZuGda9 https://t.co/L1P7Hw4Fs1
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) October 8, 2018
mathöll nema bara fólk að þrusa ninjastjörnum í rotnandi svínaskrokka og saltstangir í pappaglösum, nóg sæti og reykt inni og villikettir að slást um grísatægjur, allir fallega klæddir
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) October 8, 2018
Hlakka til þegar Litla kaffistofan Mathöll opnar. Sveitabröns á 5990 kr. Uppáhelt kaffi og glútenlausar speltkleinur innifalið. Frítt glas af jökulvatni með ef þú followar á öllum samfélagsmiðlum og póstar vídjó af þér að gera Icebucket Viking challenge.
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) October 8, 2018
Íslendingar eru bestir í að fá sömu hugmyndina…
Opna mathöll í Kringlunni https://t.co/4RORP97Cou— Jon Björnsson (@jonbjorns) October 8, 2018
https://t.co/NalIewe9VT krakkar stjörnutorg hefur alltaf verið mathöll if it aing broke dont fix it
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) October 8, 2018