Auglýsing

McDonalds snýr vörumerki sínu á hvolf í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur að því tilefni snúið vörumerki sínu á hvolf á 100 veitingastöðum í Bandaríkjunum sem og á samfélagsmiðlum. 

Eins og glöggir lesendur sjá þýðir breytingin á merkinu það að nú táknar það stórt „W“ í stað „M“ eins og venjan er.

Lauren Altmin, talsmaður McDonalds segir í samtali við bandarísku fréttastofuna CNBC að fyrirtækið hafi alltaf stutt við þær konur sem vinna hjá fyrirtækinu. „Í Bandaríkjunum eru sex af hverjum tíu yfirmönnum veitingastaða okkar konur.“

Ekki eru allir á eitt sáttir við uppátækið og hafa einhverjir bent á að nær væri að borga þeim konum sem vinna hjá fyrirtækinu betri laun.

https://twitter.com/truebe/status/971450954053697536

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing