Auglýsing

Með styrktarþjálfara Usain Bolt í LIU

KR-ingurinn Martin Hermannsson er einn besti körfuboltamaður landsins um þessar mundir. Hann spilar með landsliðinu á móti Bosníu á miðvikudaginn í leik sem gæti skorið úr um hvort Ísland kemst á EM í körfubolta á næsta ári. Möguleikarnir hafa aldrei verið meiri.

Á sunnudaginn fer Martin svo til Brooklyn í New York þar sem hann hefur nám í háskólanum í Long Island, LIU. Martin er að sjálfsögðu búinn að skoða körfuboltaaðstöðuna í skólanum sem hann segir hrikalega flotta.

„Þetta er draumi líkast,“ segir hann og bætir við að liðið spili nokkra leiki í Barclays Center, sem er stórglæsilegur heimavöllur Brooklyn Nets í NBA-deildinni. Hann fór á dögunum í skoðunarferð í höllina og fór meðal annars niður í herbergi rapparans Jay-Z, sem á lítinn hlut í Brooklyn Nets. Vel fer um rapparann í herberginu samkvæmt Martin. „Þarna voru sófar og sjónvarp og allt sem manni dettur í hug.“

Martin þarf að vera í frábæru formi fyrir háskolaboltann í Bandaríkjunum. Ásamt verkefnum með landsliðinu hefur sumarið farið í lyftingar en þegar hann kemur út er þó ekki krafist þess að hann kjöti sig bara duglega upp. „Við erum með styrktarþjálfara Usain Bolt. Hann vill ekki að menn kjöti sig upp og verði hægari. Hann vill að menn bæti á sig ásamt því að bæta stökkkraft og snerpu. Hann er léttklikkaður þessi gaur,“ segir Martin léttur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing