Auglýsing

Meðlimir Guns N’ Roses þakka fyrir sig: „Þið voruð fokking frábær!”

Hljómsveitarmeðlimir Guns N’ Roses virðast vera sáttir með tónleikana á Laugardalsvelli í gærkvöldi ef marka má kveðjur þeirra á samfélagsmiðlum.

Rúmlega 20 þúsund manns voru samankomin á Laugardalsvelli í gær og sáu rokksveitina spila.

Gítarleikari hljómsveitarinnar, Slash, setti inn kveðju á Twitter síðu sinni skömmu eftir tónleikanna og þakkaði fyrir frábært kvöld.

„Þið voruð fokking frábær! Sjáumst aftur, fyrr en síðar! Skál!” skrifaði Slash.

Bassaleikarinn tók í svipaðan streng og lýsti því yfir að tónleikarnir hefðu verið harðkjarna.

Þá birti Axl Rose, söngvari sveitarinnar, myndbad frá tónleikunum á Instagram þar sem má sjá íslenska áhorfendur syngja afmælissönginn fyrir Slash.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing