Tveir meðlimir þýsku rokkhljómsveitarinnar Rammstein kysstust á sviðinu á tónleikum sveitarinnar í Rússlandi til þess að mótmæla afstöðu stjórnvalda þar í landi í garð minnihlutahópa.
Þeir Paul Landers og Richard Kruspe kysstust á tónleikum sveitarinnar í Moskvu á meðan þeir fluttu lagið Auslander. Hljómsveitin hlóð upp mynd af atvikinu á Instagram síðu sinni og skrifaði við hana á rússnesku: „Við elskum þig Rússland.“ Myndina má sjá hér að neðan ásamt myndbandi sem aðdáendur náðu af atvikinu.
Sorry, I may be a little bit overexaggerated about this, but:
PAUL AND RICHARD ACTUALLY KISSED! THEY FINALLY DID IT! AAAAH!!! ♥️?♥️??️?#Rammstein #Paulchard pic.twitter.com/9hRRz05jac
— Earl from Ipanema 击 (@laudadoom) June 2, 2019