Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er meiddur. Gunnar Nelson, besti bardagamaður landsins, er líka meiddur. Þeir gengust báðir undir aðgerð á hné í vikunni og eiga það sameiginlegt að aðgerðirnar gengu vel.
Aron Einar birti þetta tíst á Twitter í dag
Aðgerðin gekk vel? mikil vinna framundan..
— Aron Einar (@ronnimall) May 1, 2018
Og Gunnar Nelson birti þetta tíst á Twitter í gær
Surgery went well, 8 weeks of recovery and then straight to the gym again… looking at a fight this year for sure. @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/uBSEhNeKSA
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 30, 2018
Félagarnir eru báðir vongóðir um að komast á lappir seinna á þessu ári. Gunnar vonast til að berjast aftur á árinu og Aron Einar er í kapphlaupi við tímann að ná að spila á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar. Við krossleggjum fingurna.
Og það er óþarfi að leggja árar í bát, sérstaklega þegar þessir tveir miklu baráttuhundar standa saman. Gunnar Nelson sendi Aroni baráttukveðju í dag og bauð honum í kaffi.
Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið ☺
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018
Takk fyrir kærlega, góðan bata sömuleiðis???????? eg kem í kaffi, getum pantað hjólastól á okkur fyrir framtiðina
— Aron Einar (@ronnimall) May 1, 2018
Nú er að sjá hvort félagarnir fái sér rjúkandi bolla með lappirnar upp í loft.