Auglýsing

Meintur morðingi á Selfossi fannst látinn á Taílandi

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri fannst látinn á Taílandi. Sá var grunaður um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi en hún hét Sofia Sarmite Kolsenikova.

Ekki hafði verið gefin út ákæra í málinu en ungi maðurinn var í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna málsins og svo úrskurðaður í farbann. Það farbann hafði hins vegar runnið út og ferðaðist maðurinn stuttu eftir það til Taílands þar sem hann fannst svo látinn fyrir stuttu.

Ekki er vitað hvernig andlát hans bar að garði.

Mbl.is greinir frá.

Maðurinn hafði alltaf haldið því fram að hann hefði komið að Sofiu látinni að nóttu til þann 27. apríl í fyrra en rannsókn lögreglu á málinu var ekki lokið og því hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvort kæra yrði lögð fram í málinu.

Rannsókn á málinu verður hins vegar leidd til lykta og því mun réttargæslumaður konunnar sem lést, sem og verjandi hins látna, fá niðurstöður þeirrar rannsóknar í hendurnar þegar henni lýkur. Þetta staðferstir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing