Tveir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í dag en þeir voru báðir réttindalausir – það er að segja höfðu ekki bílpróf. Einn þeirra var stöðvaður í akstri í hverfi 103 en við athugun kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum og var málið afgreitt með sekt.
Hinn ökumaðurinn var stöðvaður í akstri í hverfi 200, við athugun kom í ljós að hann var einnig réttindalaus. Var það mál afgreitt með sekt.
Klukkan 17:00 í dag voru fjórir sem gistu fangaklefa en alls voru 53 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Hér fyrir neðan eru verkefni lögreglunnar – skipt niður eftir hverfum:
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 103, við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum, afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 101 fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi, afgreitt með sekt
Tilkynnt um l minniháttar líkamsárás og skemmdarverk í hverfi 101, einn maður handtekinn og vistaður í fangageymslu
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 108, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr verslun í hverfi 107, gerandi ókunnur
Almennt eftirlit
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 220, tveir fluttir á bráðamóttöku, ekki vitað um meiðsli.
Almennt eftirlit
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 200, fyrir að nota farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar, afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 201 fyrir að aka yfir á rauðu umferðarljósi, afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 200, við athugun kom í ljós að hann var réttindalaus, afgreitt með sekt
Tilkynnt um meiriháttar líkamsárás í hverfi 109, einn maður handtekinn og gistir hann fangageymslu