Auglýsing

Mel Gibson kallaði Hross í oss hestaklám

Leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson lýsir samskiptum sínum og Mel Gibson, kollega sínum, í viðtali í þættinum Fókus á Stöð 2. Benedikt hitti Gibson árið 2008 þegar hann var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir „einhverja Hollywood-stjörnu“.

„Ég fékk ekki einu sinni að vita hver það var,“ segir Benedikt. „Ég mæti og þá er þetta Mel Gibson með tveimur sonum sínum. Við förum og tökum dag í Borgarfirði. Hann var ofsalega elskulegur, skemmtilegur og kraftmikill náungi.“

Benedikt sagði Gibson frá Hross í oss, sem var þá í vinnslu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Hann sagði honum frá frægu upphafsatriði myndarinnar, sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Gibson var ekki hrifinn af atriðinu og kallaði það hestaklám.

Og Mel bara: „No no no Benny. This is horse porn“. Þar með var málið afgreitt og við ræddum þetta ekki meira.

Smelltu hér til að horfa á Benedikt lýsa samskiptum sínum og Gibson.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing