Auglýsing

Melissa Rauch á von á barni og segir um leið frá fósturmissi: „Mér fannst ég vera stungin í hjartað“

Leikkonan Melissa Rauch, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í The Big Bang Theory, glímdi við þunglyndi eftir að hafa misst fóstur. Hún á von á barni ásamt eiginmanni sínum og kaus að segja alla söguna þegar hún greindi frá þunguninni. Hún vonast til að saga hennar hjálpi einhverjum og opni umræðuna um fósturmissi.

Melissa er mjög ánægð með að eiga von á barni en líka skelfingu lostin. Hún óttast nefnilega að hún muni líka missa þetta fóstur.

„Þegar ég var syrgja eftir að hafa misst fóstrið og var að glíma við ófrjósemi, fannst mér vera stungin í hjartað í hvert skipti sem ég sá eða heyrði einhvern tilkynna um væntanlegt barn,“ skrifar Melissa. Hún segist vissulega hafa samglaðst fólkinu en velti á sama tíma fyrir sér af hverju aðrir ættu svona auðvelt með þetta þegar hún var í svona miklum erfiðleikum.

Melissa segir að sorgin sem hún varð fyrir eftir fósturmissinn með þeim djúpstæðari sem hún upplifað á ævinni. „Myndin af barninu okkar á sónartækinu, hreyfingarlaust, án hjartsláttar, eftir að við höfðum séð þetta sama litla hjarta heilbrigt aðeins tveimur vikum fyrr…“ skrifar hún.

Melissa segist hafa dæmt sjálfa sig fyrir að jafna sig ekki fljótlega og taka gleði sína á ný. Seinna áttaði hún sig á því að það var allt í lagi og hvetur aðra sem eru í sömu eða svipuðum sporum til að leyfa sér að syrgja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing