Auglýsing

Memfismafían leitar réttar síns: Gordjöss notað án leyfis í Land Rover-auglýsingu

„Ég reikna bara með því að BL sendi mér bíl — ég vil fá bíl í fyrramálið,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, alltaf kallaður Kiddi, einn af meðlimum Memfismafíunnar.

Texti úr laginu Það geta ekki allir verið gordjöss, sem Páll Óskar flutti eftirminnilega með Memfismafíunni á Diskóeyjunni, er notaður í auglýsingu fyrir Land Rover-jeppa í Fréttablaðinu í dag. Bílaumboðið BL fékk ekki leyfi frá hljómsveitinni fyrir notkun textans og Kiddi segir þá félaga í Memfismafíunni þegar byrjaða leita réttar síns.

Við erum byrjaðir að leita rétta okkar í þessu máli. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem textabrot er notað og við höfum stundum litið framhjá þessu — það hefur verið mikið af kósíkvöldum og mamma þarf að djamma víða undanfarið.

„Það geta ekki allir verið gordjöss“ er ekki eina línan sem er notuð í auglýsingunni, því önnur lína í laginu er einnig notuð: „Það er mikið í mig lagt.“

Kiddi segir að bílaumboðið hafi ekki gert neina tilraun til að fá leyfi fyrir notkun textans. Hann hefur ekki heyrt í forsvarsmönnum BL í dag en er búinn að hafa samband við lögfræðing. „Þeir töluðu ekki við okkur en við tölum við þá.“

Uppfært kl. 13.07: BL stöðvar birtingar á Gordjöss auglýsingu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing