Auglýsing

„Menn þurfa engar staðreyndir í þessum nýja woke-rugl heimi“

„Þetta endar alltaf í tómri vitleysu af því að menn þurfa engin rök, menn þurfa engar staðreyndir í þessum nýja woke-rugl heimi sem er að gera allt ómögulegt. Ég óttast að það sé rétt hjá þér að ekki nógu margir hafi haft áhyggjur af þessu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í opinskáu viðtali við Frosta Logason á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Sigmundur Davíð er ekkert að skafa af hlutunum í þessu viðtali, vægt til orða tekið, en brot úr viðtalinu má sjá og heyra hér neðst í fréttinni.

Hann segir ríkjandi rétttrúnað hafa grafið undan allri skynsemi í stjórnmálum og að mikilvægt sé að stjórnmálamenn séu trúir sannfæringu sinni en sveiflist ekki með því sem er í tísku hverju sinni.

„En hlustaðu, þegar þið fóruð að tala gegn þessu – Miðflokkurinn – þá var maður alveg: „Vá, það er þarna stjórnmálaflokkur sem þorir að tala gegn „woke-inu“ og það var bara algjörlega óhugsandi. Og bara að þið skylduð voga ykkur, verandi kjörnir fulltrúar á Alþingi, að tala gegn „woke-i“ – ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert þetta þá væri hann ekki í þessari stöðu sem hann er í núna. Hann tók þessu „woke-i“ opnum örmum,“ segir Frosti en Sigmundur Davíð vill meina að sú ríkisstjórn sem nú er fallin hafi verið ein mesta „woke“ ríkisstjórn Íslandssögunnar.

Vill að stjórnmálamenn þori að tjá sig

„Heldur betur. Hann tók þátt í að mynda mestu „woke“ ríkisstjórn Íslandssögunnar og ég hef áður farið yfir þetta með skrifum meðal annars á sínum tíma þegar ég var að reyna að vekja athygli á því í hvað stefndi. Þetta er bara engin spurning. Það er engin samkeppni. Þessi ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokkinn sem stærsti flokkurinn, er langmest „woke“ ríkisstjórn Íslandssögunnar. Vinstri stjórnin, eins hræðileg og hún nú var með Jóhönnu og Steingrími, hún kemst ekki nálægt. Í öðru sæti er skammlífa ríkisstjórnin með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þá langar að vera nútímalegir og elta tíðarandann og vera með í stað þess að leiða og vera með prinsipp og verja þau.“

Sigmundur Davíð telur að vegna þess að hann og aðrir flokksbræður og systur hafi verið óhrædd við að tjá sig einmitt um þessi mál að það sé ástæða þess að þeim gangi vel í skoðanakönnunum.

„Til hvers ertu í stjórnmálum?“

„En ég vona að það sé afleiðing af því, miðað við skoðanakannanir allavega, að við höfum eimitt verið að ræða það sem máli skiptir – líka þegar það var erfitt. Eins og útlendingamálin. Við lágum undir ámæli mjög – í þinginu og í fjölmiðlum og hjá öllum vinum okkar ibbunum eins og ég kalla þá; góða fólkið, fyrir yfir höfuð að ræða þau mál,“ segir Sigmundur Davíð sem vill að stjórnmálamenn þori að tjá sig. Til hvers er fólk annars í stjórnmálum yfirhöfuð?

„Þetta hefur áhrif og menn verða að þora og ég hvet sem flesta til að gera það. Ráðin gagnvart stjórnmálamönnum hefðu yfirleitt verið: „Ekki styggja þetta fólk. Þetta er áhrifaríkt fólk í samfélaginu og þarna eru meðal annars þekktir listamenn, sjónvarpsmenn og rithöfundar. Þú verður bara tekinn fyrir hjá Gísla Marteini í hverri einustu viku.“ Það er ekki gott fyrir stjórnmálamann að vera að styggja þetta fólk. Maður á að reyna að höfða til þeirra. En þá spyr ég bara: „Til hvers ertu í stjórnmálum?“

Hér fyrir neðan er stutt brot úr viðtalinu sem hægt er að nálgast í fullri lengd, bæði í mynd og hljóði með áskrift að Brotkast með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing