Auglýsing

Menningarnótt: götulokanir og frítt í strætó

Menningarnótt verður haldin hátíðlega í Reykjavík í dag og kvöld og búið er að loka fyrir umferð í miðbænum vegna hátíðarhaldanna og Reykjavíkurmaraþonsins sem fer nú fram. Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu og Strætó verður einnig með skutlþjónustu fyrir gesti sem hyggjast koma á bílum.

Skutlþjónusta Strætó ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutlþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bíl í miðbæinn en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér skutlþjónustuna. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til 01:00 í nótt og frítt er fyrir alla farþega.

Athygli er vakin á því að ekki er lengur hægt að leggja í Vatnsmýrinni eins og tíðkast hefur hjá mörgum síðustu ár.

Símaver Reykjavíkurborgar verður opið í dag og starfsfólk þess veitir upplýsingar um hátíðina frá 08:00 til 23:00 í kvöld. Upplýsingamiðstöðin í Ráðhúsi Reykjavíkur verður einnig opin frá 08:00 til 20:00 í kvöld.

Reykjavíkurborg hvetur gesti að koma gangandi, á hjóli eða taka strætó í miðbæinn.

Frekari upplýsingar um leiðarkerfi og ferðir Strætó má finna á heimasíðu Strætó.

Kort af götulokunum má sjá hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing