Mennirnir þrír sem til stóð að flytja úr landi í nótt verða ekki fluttir úr landi. Mbl.is greinir frá því að Christian Boadi og Martin Omulu verði ekki fluttir úr landi og DV greinir frá því að Idafe Onafe Oghene verði ekki fluttur úr landi.
Sjá einnig: Sendur úr landi þrátt fyrir að vera með dvalarleyfi, samstarfsfólk hans mótmælir
Mbl.is greinir frá því að Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians og Martin muni sækja um endurskoðun hjá kærunefnd útlendingamála og biðja um hæli af mannúðarástæðum fyrir þá. Til stóð að flytja mennina til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.