Auglýsing

Mesta áhorf á íþróttaviðburð á Íslandi: 60 prósent þjóðarinnar horfðu á leik Íslands og Argentínu á RÚV

60 prósent þjóðarinnar horfðu á leik Íslands og Argentínu á RÚV síðasta laugardag. Það er mesta áhorf sem hefur mælst á íþróttaviðburð hér á landi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þetta eru niðurstöður úr bráðabirgðartölum frá Gallup. Síðasta met var 58,8 prósent en það var þegar Ísland og England mættust í 16 liða úrslitum EM í fótbolta fyrir tveimur árum.

Sjá einnig: Alfreð skoraði og Hannes varði vítaspyrnu í sögulegu jafntefli Íslands

Áhorfið mældist mest klukkan 14:54 þegar síðasta mínúta leiksins var í gangi. Af þeim sem voru yfir höfuð með kveikt á sjónvarpinu á meðan leiknum stóð voru 99,6 prósent að horfa á leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Áætlað er að um 5000 Íslendingar hafi verið á Spartak-vellinum í Moskvu þegar leikurinn átti sér stað.

Vinsældir HM hafa aukist frá því fyrir fjórum árum en á síðasta móti í Brasilíu mældist meðaláhorfið á fyrstu 11 leiki mótsins 20,5 prósent samanborið við 22,9 prósent nú.

Á vef RÚV má sjá áhorfstölur frá öllum leikjum mótsins hingað til.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing