Auglýsing

Metalhausar plötuðu heiminn: H&M hafði ekkert að gera með gervihljómsveitirnar

Verslunarrisinn H&M tók ekki þátt í að búa til gervihljómsveitir til að selja boli, eins og Nútíminn og fjölmargir miðlar um allan heim greindu frá í dag. Strong Scene Productions er hópur metalhausa sem vildu gagnrýna verslunarkeðjur sem gera jaðarmenningu á borð við þungarokk að söluvöru.

Sjá einnig: H&M býr til þungarokkhljómsveitir til að selja boli

Hópurinn notaði nöfn sem finna má á fatnaði frá H&M til að búa til gervihljómsveitir en uppátækið vakti gríðarlega athygli á internetinu í dag.

Einn af mönnunum á bakvið grínið heitir Henri Sorvali og er í finnsku hljómsveitinni Finntroll. Í viðtali við Vice segir hann að hver einasta gervihljómsveit hafi fengið nafn sitt í vorlínu H&M.

Hann segir hópinn hafa viljað benda á að það ætti ekki að vera hægt að græða á jaðarmenningu án þess að þekkja nógu vel til.

Tilgangurinn var að skapa umræðu um að þungarokkmenningin er miklu meira en bara töff merki og flott föt. Hún hefur miklu fleiri króka og kima ásamt hugmyndafræðilegum sjónarmiðum sem risafyrirtæki eru að reyna að tjá.

Nútíminn biður lesendur sína afsökunar á því að hafa látið glepjast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing