Auglýsing

Mið-Ísland brestur óvænt í söng í Hraðfréttum

Grínistarnir í Mið-Íslandi tóku lagið með kanadíska grínistanum Tom Shillue í Hraðfréttum í gær. Þetta var ansi fyndið og myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

 

Kanadíski grínistinn Tom Shillue kemur fram með Mið-Íslandi á sýningum grínhópsins um helgina. Shillue þessi hefur komið fram í þáttum Jimmy Fallon, Conan O’Brien og David Letterman.

Sjá einnig: Tom Shillue skemmtir með Mið-Íslandi

Hann er eflaust þekktastur sem meðlimur rakarakvartetsins The Ragtime Gals sem kemur reglulega í þætti Jimmy Fallon. Hann sýndi hvað í honum býr í Hraðfréttum í gær þegar Mið-Íslandsdrengirnir brustu óvænt í söng með honum.

Myndbandið úr Hraðfréttum má sjá hér fyrir neðan.

Rúmlega 10 þúsund manns hafa séð uppistandssýninguna Lengi lifi Mið-Ísland í Þjóðleikhússkjallaranum í vetur en framundan eru síðustu sýningar. Miðasala fer fram á Midi.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing