Grínhópurinn Mið-Ísland frumsýndi nýja sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. Sýningin lagðist vel í áhorfendur sem hópuðust margir á Twitter og lýstu yfir ánægju sinni og gleði.
Sýningar hópsins eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi. Síðustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35.000 áhorfendur mætt á svæðið.
Kæru vinahópar, vinnustaðir, Tinder mötsj og fjölskyldur. Farið á nýjustu #midisland sýninguna.
Punktur.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) January 9, 2016
https://twitter.com/katlathormars/status/685598412432080896
Að fara á Mið-Ísland er highlight á hverju ári hjá mér. Eins og að fara í leikhús nema það er Thule tilboð á barnum og allir eru að öskra.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 9, 2016
Guð Blessi Mið-Ísland er besta sýningin þeirra hingað til. Hló eins og hamingjusamur hestur, takk fyrir mig. #miðísland
— Steindi jR (@SteindiJR) January 8, 2016
Takk Mið-Ísland fyrir að toppa afmælisdaginn minn! Þvílík veisla, mæli með!
— ruthrafns (@ruthrafns) January 8, 2016
Ég veit að ég er massa hlutlæg en Mið Ísland er svo stórkostlega gott. Það er þetta og flugeldasýning Menningarnætur. @DNADORI @bjornbragi??
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) January 8, 2016
Hef séð flest stöffið sem mennirnir í Mið- Ísland hafa gert en nýja sýningin trompar það allt. Þeir ná manni þvílíkt.
— Ragnar Pétur Jóhanns (@ragnarpetur) January 9, 2016
Hef sjaldan hlegið jafn mikið og í kvöld, þessi #miðísland er gúrm!!
— Garðar Sigurjónsson (@gardarbs) January 8, 2016