Auglýsing

Mið-Ísland snýr aftur með sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum og Björn Bragi verður með

Uppistandshópurinn Mið-Ísland mun í lok vikunnar snúa aftur í Þjóðleikhúskjallarann með glænýtt uppistand. Búið er að setja níu sýningar í sölu en samkvæmt frétt Vísis mun grínistinn Björn Bragi Arnarsson taka þátt í sýningunni.

Björn dró sig í hlé í lok október á síðasta ári eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann sást áreita á unglingsstúlku á Akureyri.

Eftir að þeir félagar auglýstu sýninguna á Facebook-síðu sinni um helgina spurði einn fylgjandi hvort að Björn Bragi yrði með í nýju sýningunni. Svar barst stuttu seinna þar sem fram kom að Björn yrði með. Þar var þó tekið fram að Björn myndi missa af frumsýningarhelginni þar sem hann er staddur erlendis.

Mið-Ísland hefur staðið fyrir um 400 sýningum á undanförnum árum og hafa gestir frá upphafi verið yfir 80 þúsund.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing