Floyd Mayweather Jr. og Conor McGregor mætast í boxbardaga í Las Vegast 26. ágúst. Miðasala hóft á mánudaginn en áhuginn á bardaganum er gríðarlegur og seldust miðarnir upp nánast samstundis.
Miðar fóru strax í endursölu eins og tíðkast á viðburðum sem þessum en þar eru miðar seldir á uppsprengdu verði. Bandaríski miðasölurisinn, StubHub er meðal þeirra sem selja miða en þar kosta dýrustu miðarnir rúmar 15 milljónir króna. BBC greinir frá þessu. Ódýrustu miðarnir sem seldir eru á síðunni kosta tæpar 200 þúsund krónur.
Mikil spenna er fyrir bardaganum en Flyod Mayweather er talinn einn af bestu boxurum allra tíma. Hann hefur barist 49 sinnum sem atvinnumaður og hefur aldrei tapað. Conor McGregor er heitasti bardagakappi heims um þessar mundir og er núverandi UFC-meistari í léttvigt. Hann skoraði Mayweather á hólm þrátt fyrir að sérhæfa sig í blönduðum bardagalistum en ekki boxi.