Auglýsing

Miðar á Justin Bieber fljúga út, eftirspurnin miklu miklu miklu meiri en framboðið

Miðar á tónleika Justins Bieber sem voru í boði í forsölu í morgun seldust upp á klukkutíma. Almenn sala hefst í fyrramálið klukkan tíu og gera má ráð fyrir að seljist fljótt upp á tónleikana. Þetta kemur fram á mbl.is.

Tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson segir í samtali við mbl.is að mörg þúsund hafi ekki náð ekki miðum í forsölunni í morgun. „Eft­ir­spurn­in er miklu miklu miklu meiri en fram­boðið,“ segir hann.

Sjá einnig: Stelpan sem Justin Bieber leitaði að er fundin, hún veit ekki hvað hún á að gera

Í forsöl­unni í dag var not­ast við sta­f­ræna biðröð sem dreg­ur úr álagi á netþjóna. Hver og einn fær þá núm­er og upplýsingar um hvar hann sé í röðinni og hvenær hann geti gengið frá greiðslu. Bilun hjá netþjónustufyrirtæki olli því að einhverjir Bieber-aðdáendur misstu sæti sitt í röðinni.

Ísleifur segir á mbl.is leiðinlegt þegar svona gerist en bætir við að erfitt sé að taka ábyrgð á því sem ger­ist hjá þriðja aðila.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing