Auglýsing

Miðflokkurinn að ræna völdum Alþingis: „Algjört einsdæmi að einn þingflokkur haldi uppi slíku málþófi“

Fundað var um þriðja orkupakkann á þingi í alla nótt enn eina ferðina. Miðflokksmenn hafa nú rætt málið í yfir 100 klukkustundir. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það augljóst að Miðflokkurinn sé að ræna völdum Alþingis um stundarsakir. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Sjá einnig: Fimm hlutir sem hægt er að gera á styttri tíma en þingmenn Miðflokksins hafa rætt þriðja orkupakkann á Alþingi

Hann segist hafa beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast enn til að sú verði raunin. Það sé algjört einsdæmi að einn þingflokkur haldi uppi slíku málþófi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þetta hálf einkennilega túlkun þar sem að forsetinn sé sjálfur með dagskrárvaldið. Miðflokksfólk hafi boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim og að Miðflokkurinn sé allur af vilja gerður til að láta þingstörfin ganga vel.

Á vef Fréttablaðsins segir að nokkrir þingmenn teli það markmið Sigmundar að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar og hann komi þannig út sem sigurvegari í störukeppninni. Það sé enginn tilbúinn að láta það eftir honum. Þingið er þar af leiðandi óstarfhæft á meðan þessi pattstaða er uppi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing