Auglýsing

Miði.is lá niðri í klukkutíma

Miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta hófst klukkan 12 í dag. Miðasalan fer fram á vefsíðunni Midi.is sem lá niðri í klukkutíma eftir að miðasalan hófst.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli mánudaginn 13. október. Holland vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar þannig að ljóst er að spennan fyrir leiknum er gríðarleg.

Miðaverð í forsölu er frá 2.500 til 5.500 krónum.

Meira: Engin nætursala á leikinn gegn Hollandi

Nútíminn fylgdist með:

Kl. 12.57: Klukkutíma eftir að miðasalan hófst er Miði.is komin aftur í gang.

Kl. 12.42: Fyrstu viðbrögð eru komin frá KSÍ á Facebook-síðu sambandsins:

„Við vitum af vandamálinu og skiljum ergelsið mjög vel. Vonandi tekst midi.is mönnum að lagfæra kerfið og koma því í gang aftur sem allra fyrst.“

Kl. 12.39: Þetta er orðið vandræðalegt fyrir Miða.is — KSÍ fær uppreist æru. Eða allt að því.

Kl. 12.33: Miði.is liggur ennþá niðri. Eftir miðasöluklúðrið fyrir leikinn gegn Króatíu sagði starfsmaður Miði.is í samtali við Fótbolti.net að þær útskýringar KSÍ að kerfi síðunnar höndli mikla eftirspurn ekki standast skoðun. Kl. 12.29: Hafliði Breiðfjörð bendir á áhugaverðan punkt.

Kl. 12.22: Miði.is er enn niðri og á Twitter eru menn ekki sáttir

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing