Mikil ánægja var með Áramótaskaupið 2017 ef marka má könnun MMR. 76% þátttakenda í könnuninni, sögðu Áramótaskaupið hafa verið gott. Aðeins 10% sögðu Skaupið 2017 hafa verið slakt.
Sjá einnig: Femínistar fagna berum brjóstum í Áramótaskaupinu: „Grét úr hlátri yfir dickpic og free the nipple“
Könnunin, sem framkvæmd var dagana 9-17. janúar 2018, sýndi að ánægja með Áramótaskaupið hefur aðeins einu sinni mælst meiri frá því að MMR hóf að mælingar en það var árið 2013.
Skaupið virðist hafa höfðað betur til íbúa höfuðborgarsvæðisins heldur en íbúa landsbyggðarinnar en 14% þátttakenda búsettir á landsbyggðinni kváðu Skaupið hafa verið slakt, samanborið við 8% íbúa höfuðborgarsvæðisins.