Auglýsing

Mikil aukning dag frá degi í fjölda skjálfta: „Svipar til skjálftavirkninnar dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí“

Undanfarna daga hefur verið aukning dag frá degi í fjölda skjálfta í kringum Sundhnúksgígaröðina. Um 110 skjálftar mældust í gær, 18. ágúst, en í síðustu viku voru þeir um 60 til 90 á sólarhring. Meira en 50 skjálftar hafa mælst frá miðnætti í dag.

Flestir skjálftanna sem mælast eru undir 1,0 að stærð en um helgina mældust þó tveir skjálftar yfir 2,0 að stærð. Annar þeirra var skammt austan við Sýlingarfell og hinn á milli Hagafells og Sýlingarfells. Sá síðarnefndi var 2,5 að stærð og er það stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu frá því að síðasta eldgosi lauk.

Skjálftavirknin nú svipar mjög til skjálftavirkninnar dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Áfram er því líklegt að dragi til tíðinda á Sundhnúksgígaröðinni með kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing