Auglýsing

Mikil gerjun á matvörumarkaðnum: „Ég sé fullt af Prís verslunum opna á næsta ári“

„Ég held að Heimkaup, 10-11, samkvæmt þessu Extra, hafi þá ekki verið rekin með slíkum hagnaði en það eru tíu prósent og nú hélt maður kannski að Jón Ásgeir væri þá að selja sig út af markaðnum en hann fær greitt með hlutabréfum í Samkaupum þannig að nú á Skel, maður segir alltaf Jón Ásgeir, nú er það semsagt 15% sem þeir eiga og svo er meiningin að fara með félagið á hlutabréfamarkað,“ segir Jón G. Hauksson þegar hann ræðir um kaup Samkaupa á Heimkaupum.

Kaup Samkaupa á Heimkaupum og eignarhluti Jóns Ásgeirs í þessu gamla matvöruverslanaveldi kom til tals þeirra félaga Jóns G. og Sigurðar M. Jónssonar í nýjasta þættinum af Hluthafaspjallinu á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Með yfirtöku Samkaupa á Heimkaupum, sem reka m.a. Prís og 10-11 verslanir, er mikil gerjun að eiga sér stað á matvörumarkaðnum. Þetta virðist vera leið Prís inn á markaðinn og má gera ráð fyrir fjölda Prís-verslana á næsta ári. Þetta er mat þeirra félaga.

„Já, það er dálítið merkilegt. Það er kannski sá hluti af peningnum sem við kannski sjáum ekki hvernig það á að gerast. En ég bara leyfi mér að gera ráð fyrir að Skel muni jafnvel leiða það ferli með því að auka hlutafé eitthvað eða…,“ segir Sigurður.

Fullt af Prísverslunum

„Já, eða þá að það verður bara nýtt hlutafjárútboð og þá bara almenningur, þetta er í eigu Kaupfélags Suðurnesja, og það er jafnvel verið þá að hleypa almenningi að að inn í þetta en Hagar og Festi eru á hlutabréfamarkaði.“

„Það er alveg alveg klárt mál að þeir eru búnir að segja í fréttatilkynningunni að þeir eru mjög bjartsýnir á að það sé mikil samlegð þarna og ég held að þetta sé leiðin núna. Við höfum verið að tala um var þetta leið Prís inn á markaðinn, að þetta væri svona, að Prís væri kanarífugl. Ég held að við eigum eftir að sjá núna, sem felst í því að það fer inn í námurnar og kom út aftur og eitthvað svoleiðis. En til þess að skanna markaðinn. Þannig að ég sé fullt af Prís verslunum opna á næsta ári,“ segir Jón.

Hægt er að horfa á þáttinn og hlusta í fullri lengd með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast sem býður upp á úrval af þáttum. Þú getur nælt þér í áskrift með því að smella hér!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing