Auglýsing

Mikil læti á starfsmannafundi DV

Fyrsti starfsmannafundurinn á DV eftir að ný stjórn tók við fór fram í morgun. Mikil læti voru á fundinum, samkvæmt heimildum Nútímans, og þjörmuðu blaðamenn blaðsins að Þorsteini Guðnasyni, stjórnarformanni DV ehf.

Blaðamenn DV voru ósáttir við að Reynir Traustason, fráfarandi ritstjóri, hafi verið leystur undan starfsskyldum en ekki rekinn. Heimildir Nútímans herma að lítið hafi verið um svör frá Þorsteini. Blaðamenn DV eru einnig ósáttir við yfirlýsingar Þortseins um að fara fram á skoðun á faglegum þáttum á rekstri DV án þess að útskýra nánar hvernig skoðunin fer fram.

Meira: Stefna DV breytist ekki samkvæmt nýjum ritstjóra

Reyni Traustasyni hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu DV og blaðamenn eru ósáttir við það, samkvæmt heimildum Nútímans. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson, sem hefur gætt hagsmuna hlutahafa í DV ehf. í málinu, mætti á stjórnarfund félagsins með hatt í gær og telja starfsmenn að með því hafi hann verið að skjóta á Reyni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing