Netflix sendi frá sér fyrstu stikluna fyrir fimmtu seríu Black Mirror í gær. Serían er væntanleg fimmta júní næstkomandi en þættirnir hafa slegið í gegn undanfarin ár.
Í stiklunni má sjá leikara á borð við Miley Cyrus, Topher Grace, Andrew Scott og Anthony Mackie bregða fyrir. Í stiklunni má sjá atriði úr mismunandi sögulínum en Black Mirror seríurnar samanstanda af sjálfstæðum stuttmyndum.