Miley Cyrus er í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Paper en Kim Kardashian sat fyrir á frægri forsíðu á blaðinu í fyrra undir fyrirsögninni Break the Internet.
Sjá einnig: Miley Cyrus og Ariana Grande flytja gamlan smell
Miley situr einnig nakin fyrir í blaðinu og ræðir meðal annars um samtök sín Happy Hippie Foundation sem berjast fyrir réttindum ungs fólks sem er heimilislaust, hinsegin eða tilheyrir öðrum minnihlutahópum.
„Ég get ekki ekið framhjá þessu fólki í Porsche-inum mínum og gert ekki neitt,“ segir hún.
Hún segir einnig frá næstu plötu sinni en búast má við að hún verði ansi frábrugðin plötunni Bangerz, sem kom út árið 2013. Plötuna gerir hún á eigin forsendum og segist ekki vera með neina upptökustjóra eða lagahöfunda með sér í hljóðverinu.
Þetta hefur valdið aðstoðarfólki Miley áhyggjum, að hennar sögn.
Þau eru að segja mér að gera ekki of skrítna plötu — að ég geti ekki farið úr því að vera Miley í að vera Björk.
Miley hefur hlustað mikið á hljómsveitina Flaming Lips í leit af innblæstri. Forsprakki hljómsveitarinnar, Wayne Coyne, er einmitt góður vinur hennar.
Smelltu hér til að lesa viðtalið við Miley Cyrus í Paper.