Marshae Jones, 27 ára gömul kona frá Alabama í Bandaríkjunum var nýliðið kærð fyrir morð á ófæddu barni sínu sem hún missti eftir að 23 ára, Ebony Jemison skaut hana í magann í desember í fyrra. Kærurnar gegn Jemison voru felldar niður.
Að sögn Danny Reid, liðsforingja í lögreglunni í Alabama þá hafði Jones hafið rifrildi og haldið því gangandi sem endaði á því að Jemison skaut hana í magann. Reid vildi einnig meina það að það væri verk móðurinnar að vernda ófættbarn sitt og að fóstrið væri í raun eina fórnarlamb atviksins.
Jones hefur verið ákærð fyrir manndráp og verður fangelsuð nema hún ákveði að greiða 50.000 dollara í tryggingu sem eru rúmar 6,2 milljónir íslenskra króna.
Málið ýtir svo sannarlega á þær kenningar að ný lög um þungunarrof í Alabama sé ekki til að vernda fóstrið sjálft heldur sé stríð gegn konum hafið. Jones hefði ekki geta gert neitt til þess að bjarga ófæddu barni sínu og ætti hún ekki að vera kærð fyrir verk sem hún framdi ekki, hún er líka fórnarlamb.