Á níunda tímanum í gærkvöldi missti ökumaður bifhjóls stjórn á hjóli sínu í Árbæjarhverfi og datt. Hann slasaðist á handlegg, er hugsanlega brotinn. Hann var fluttur á bráðadeild.
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að áttunda tímanum í gærkvöldi var bifreið ekið út af vegi í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Hann var vistaður í fangageymslu að sýnatöku lokinni.
Í Vesturbæ var ekið á umferðastólpa um klukkan 20. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Hann var vistaður í fangageymslu að sýnatöku lokinni. Í Vesturbænum var einnig brotist inn í bílskúr og áfengisflöskum og hleðslustöð stolið.
Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en þetta var ítrekað brot hjá honum.