Auglýsing

Mistökur úr þáttaröðinni Venjulegt fólk

Þáttaröðin Venjulegt fólk sló í gegn hér á landi í lok síðasta árs. Venjulegt fólk var tilnefnd til Eddunnar 2019 í flokknum leikið í sjónvarpsefni ársins. Þáttaröðin kom í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium fyrir áramót en verður nú sýnd vikulega í opinni dagskrá á sunnudögum í Sjónvarpi Símans.

Sjá einnig: Hilmar og Dóri DNA ræða ástarlífið í nýju atriði úr Venjulegu Fólki: „Við rífumst og svo rúnka ég mér”

Venjulegt fólk er gamansöm þáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þær, fjölskyldu og vini.

Sjá einnig: Líf og fjör á frumsýningu Venjulegs fólks: „Topp 5 bestu íslensku þættir sem hafa verið framleiddir“

Það virðist hafa verið gaman að vinna við gerð þáttanna en í myndbandinu hér að neðan má sjá mistökur úr þáttunum þar sem leikararnir áttu erfitt með að halda í sér hlátrinum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing