Bandaríska leikkonan Julie Bowen er stödd hér á landi. Hún birti mynd af sjálfri sér ásamt Oliver, syni sínum, á Fellsjökli (ætli hún sé ekki að tala um Snæfellsjökul) en hún á einnig tvíburana John og Gustav með Scott Phillips, fyrrverandi eiginmanni sínum, sem hún skildi við í febrúar á þessu ári.
Julie Bowen er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Modern Family sem hafa verið sýndir hér á landi frá upphafi við talsverðar vinsældir. Ekki er vitað hvenær hún kom til landsins eða hversu lengi hún hyggst dvelja hér á landi.
„Kveðjur frá Fellsjökli. Afsakið hitann, LA,“ segir Julie í færslunni með myndinni.