Móðir annarrar unglingsstúlkunnar sem stal bleikum iPhone-síma úr góðgerðaversluninni Bleiku búðinni í Kringlunni skilaði símanum og telst málinu því lokið að hálfu Kringlunnar.
Sjá einnig: Ungmenni stálu bleikum iPhone úr verslun Bleiku slaufunnar, hvött til að skila honum
Greint var frá því á Facebook-síðu Kringlunnar í gær að síminn hefði horfið úr versluninni og á öryggismyndavélum hefði sést til þriggja unglinga, tveggja stúlkna og eins pilts, taka símann.
Í færslunni sagði einnig að þjófnaður sé alltaf alvarlegur forsvarsmenn verslunarmiðstöðvarinnar telja að þarna hafi verið lagst lágt, að stela frá góðgerðarsöfnun.
„Vonandi læra ungmennin af mistökum sínum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Kringlunnar þar sem greint var frá því að síminn væri kominn í leitirnar.