Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts.
Jón Arnór Stefánsson lék á als oddi í byrjun leiks og vefsíðan Leikbrot tók saman myndband yfir helstu tilþrif hans.
Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi.
Ísland tapaði naumlega fyrir sterku liði Bosníu í gær, 70-78 en það kom ekki að sök og Ísland er á leiðinni á EM.