Myndband sem sýnir lendingu Boeing 767 flugvélar Icelandair hefur vakið mikla athygli á netinu eftir að það var birt á YouTube í gær. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Á myndbandinu má sjá þegar vélin lendir á Heathrow-flugvelli í London við erfiðar aðstæður. Myndbandið var tekið fimmtudaginn í síðustu viku.
Þegar vélin lendir mjúklega á vellinum hreinlega missir myndatökumaðurinn andlitið. „Jesús. Heitasta helvíti, þetta var rosalegt,“ segir myndatökumaðurinn.