Auglýsing

Moka út nýrri plötu Gísla Pálma: „Hef ekki upplifað svona stemningu í langan tíma“

Fólk sem á ekki einu sinni geislaspilara hefur hópast út til að kaupa nýja plötu rapparans Gísla Pálma í dag.

 

Rapparinn Gísli Pálmi sendi frá sér sína fyrstu plötu í dag. Platan er gefin út í samstarfi við Smekkleysu og í verslun útgáfunnar hafa menn mokað plötunni út í allan dag og á Twitter er varla talað um annað.

Sjá einnig: Nýtt myndband frá Gísla Pálma

Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að fólk hafi komið í verslunina í allan dag og keypt plötuna.

Ég hef ekki upplifað svona stemningu í gríðarlega langan tíma — ég veit ekki síðan hvenær, þrátt fyrir langa starfsævi í þessum í bransa.

Hann segir að hópurinn sem kaupir plötuna sé mjög breiður þó að ungt fólk sé í meirihluta. Geisladiskurinn hefur barist fyrir lífi sínu síðustu misseri og Ásmundur segir nokkra sem keyptu plötuna hafa grínast með að þurfa að leita sér að geislaspilara.

Tístarar hafa lent í sömu vandræðum.

Svo virðist sem samfélagsmiðlar á borð við Twitter hafi hjálpað til við kynningu á plötunni en hún hefur til að mynda ekki mikið verið auglýst.

„Hann er búinn að vera að byggja upp sterk fylgi á undanförnum misserum,“ segir Ásmundur.

„Það er frábær stemning á tónleikum hjá honum og hann er að tengja sterkt við ákveðna kynslóð.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing