Auglýsing

Moldríkur ferðamaður skrapp út af hótelinu í Reykjavík til að kaupa tvo bíla: „Svona og svona“

Moldríkur ferðamaður sem kom til landsins á dögunum og gisti á lúxushótelinu í Höfðatorgi lét sér ekki nægja að kíkja í lundabúðirnar heldur keypti hann sér tvo bíla. Þetta kom fram í þættinum Ísland í sumar á Stöð 2 í gær. Horfðu á þáttinn hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Vinsæll leynistaður stórstjarna og milljarðamæringa í Biskupstungum

Í þættinum leit Sindri Sindrason við í Höfðatorgi en þar er að finna lúxussvítur á efstu hæð hússins. Hótelið er í eigu Simma, Jóa og Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns í Múlakaffi, ásamt tengdum aðilum. Í þættinum sagði Jói ansi algengt að öll hæðin sé tekin á leigu fyrir stóra hópa.

„Við höfum fengið töluvert af gestum frá Mið-Austurlöndum sem koma og eru með alla hæðina,“ sagði hann í þættinum.

Yfirleitt er þetta ein fjölskylda en svo fylgja þeim öryggisverðir og aðstoðarfólk. Þetta eru oft hópar upp á svona 15-16 manns.

Þá sagði hann nokkra hafa rekið inn nefið frá Hollywood og nefndi sem dæmi Gwyneth Paltrow sem kom til landsins ásamt börnum sínum í fyrra.

Í þættinum var einnig rætt við Bjarna, sem sér um að uppfylla þarfir gesta hótelsins. „Mitt starf er að sjá um allar þarfir einstaklinga sem koma hingað inn,“ sagði hann áður en hann sagði frá gestinum sem mætti á svæðið og keypti sér tvo bíla. Ekki einn. Tvo.

„Ég lenti í því um daginn að það kemur herramaður inn til okkar, var hér í fimm nætur og hann fer út og kaupir tvo bíla. Við fórum með hann í þann leiðangur,“ segir Bjarni í þættinum.

„Það er verið að breyta þeim og svo kemur hann aftur í ágúst og sækir þá. […] Hann kom hingað fram og sagðist ætla að kaupa tvo bíla, svona og svona, svo var bara gengið frá því.“

Horfðu á þáttinn hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing