Auglýsing

Mona spurði hinsegin vinkonur sínar fordómafullra spurninga: „Hvernig er ástandið þegar þið eruð báðar á túr?“

Sálfræðineminn Mona Hadaya segist eiga erfitt með að fá virðingu sem lesbía í samfélaginu þar sem hún virðist ekki passa í þær staðalímyndir sem margir hafa af lesbíum. Hún segir að gert sé ráð fyrir að lesbíur klæði sig á ákveðinn hátt og hafi ákveðin áhugamál.

Mona tók að sér Hinseginleikasnappið á dögunum og ræddi þar um falda fordóma. Á hinseginleikasnappinu er hægt að skyggnast inn í daglegt líf hinseginfólks og spyrja þann sem er með snappið spurninga. María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir stofnuðu snappið fyrr á þessu ári og hefur það vakið mikla athygli.

Mona deildi skjánum með gagnkynhneigðri ungri konu þennan dag en hún gaf áhorfendum innsýn inn í það hvernig er að vera gagnkynhneigð en passa inn í samkynhneigðar staðalímyndir.

Um kvöldið bauð Mona nokkrum vinkonum sínum í heimsókn sem allar eru lesbíur/hinsegin. „Þær fengu að spreyta sig á ýmsum spurningum sem við fáum daglega og varpa ljósi á ákveðna vanþekkingu. Ég setti mig í spor einstaklings sem spyr slíkra spurninga og fékk viðbrögð,“ segir Mona en hún deildi síðan afrakstrinum á Facebook. Hún segir að sumar spurningarnar komi oftar en aðrar en allar hafi þær fengið þessar spurningar. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Hér má sjá nokkrar spurningar og fullyrðingar sem Mona setti fram

Hver er karlmaðurinn í sambandinu ykkar?
Nú ert þú ótrúlega kvenleg, hvernig getur þú verið lessa?
Mér finnst stelpur ekki geta verið alvöru kærustupar nema einkalífið sé með karlmanni.
Þú veist alveg hvernig kynlíf virkar, það þarf karlmann.
Ef þú ert lessa, af hverju málar þú þig?
Hvað ef þú myndir bara hætta við að vera lesbía?
Ert þú í góðu sambandi við pabba þinn?
Hvernig er ástandið á heimilinu þegar þið eruð báðar á túr?
Ef þú myndir fá tvær mínútur með mér værir þú ekki lengur lesbía.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing