Auglýsing

Morðið á 10 ára barninu sem fannst við Krýsuvíkurveg: Lögreglan óskar eftir myndefni úr bifreiðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegs, daginn sem tíu ára gömul stúlka fannst látinn á sama svæði. Óskað er eftir öllu myndefni frá sunnudeginum 15. september á milli klukkan 13 og 18.

„Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra.“

Engar ábendingar hafa borist þrátt fyrir fjölda gróusagna

Hér fyrir neðan er tilkynning lögreglunnar í heild sinni:

Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti 10 ára stúlku sunnudaginn 15. september, leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, þennan sama dag á milli kl. 13 og 18. Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing