Auglýsing

Morgunblaðið birtir ranga mynd með afmæliskveðju: „…heldur af þybbnum og fullum mér með í vörinni“

„Í dag á Björn Ágúst, nágranni minn á Neskaupsstað, afmæli. Í Morgunblaðinu er ekki mynd af honum. Heldur af þybbnum og fullum mér með í vörinni. Takk einhver,“ skrifaði Huginn Ragnarsson á Twitter í gær.

Á hverjum degi fjallar Morgunblaðið stuttlega um þrjá sem eiga afmæli. Með umfjölluninni fylgir mynd af viðkomandi. Í gær átti Björn Ágúst Olsen Sigurðsson þrítugsafmæli og var hann einn þessara þriggja sem blaðið valdi að fjalla um.

Myndin sem fylgir er aftur á móti alls ekki af honum. Hún er af Hugin, sem verður þrítugur eftir tvö ár. Og myndin sem fylgir er síður en svo sú sem Huginn hefði sjálfur valið til birtingar í Morgunblaðinu.

Huginn er miðjunni, ekki Björn Ágúst. Hin tvö tengjast málinu líklega ekkert. 

Huginn og Björn ólust báðir upp í Neskaupsstað, bjuggu við sömu götu, spiluðu í sama utandeildarliði og eru meira að segja ágætis vinir. Þeir deila aftur á móti ekki afmælisdegi, Huginn á afmæli í september.

Huginn segist í samtali við Nútímann ekki vita hver standi fyrir gríninu. „Ég er búinn fara í rannsóknarvinnu í kringum þetta grín. Ég hef enga útilokað og er enn að grennslast fyrir um málið,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing