Auglýsing

Mótmæla klámhöftum í Bretlandi

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan breska þingið í Lundúnum á hádegi á morgun. Til stendur að mótmæla nýjum höftum á bresku klámi og mótmælendur hyggjast setjast ofan á andlit hvers annars. Það er eitt af því hefur verið bannað með lögum í bresku klámi.

Samkvæmt nýju lögunum er einnig bannað að rassskella, lemja með svipu, að setja hluti sem eiga eitthvað skylt við ofbeldi inn um líkamsop, kasta þvagi, leika börn, binda niður, niðurlægja, sýna saflát, kyrkja og hnefa.

Samkvæmt vef Time Out er búist við allt að 500 manns á mótmælunum, sem eru skipulögð af klámmyndaleikkonunni Charlotte Rose:

Þessi lög eru ekki bara karlrembuleg heldur skerða þau réttindi fólks til að velja sjálft hvað það gerir. Við erum að berjast fyrir frelsi sem enginn hefur rétt til að taka af neinum.

Þá sagði Jerry Barnett, talsmaður hópsins Sex and Censorship sem berst gegn ritskoðun, í samtali við Vice að nýju lögin væri ekki hægt að útskýra á rökréttan hátt.

„Þau eru einfaldlega pakki af siðferðislegum sleggjudómum sem eru runnin undan rifjum fólks sem hefur barist fyrir því að Bretar hætti að horfa á klám.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing