Auglýsing

Mótmælin eru nýhafin og það er strax búið að ná fréttamynd ársins

Þúsundir mótmæltu á Austurvelli í gær. Krafist var þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra myndi segja af sér og boðað hefur verið til mótmæla á ný klukkan 17 í dag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði eflaust einni af fréttamyndum ársins í gær af Vigdísi Hauksdóttur í Alþingishúsinu á meðan mótmælin stóðu yfir. Myndina má sjá hér fyrir neðan.

Sig­mund­ur Davíð sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sam­starf rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins, hangi ekki á bláþræði.

Nei, sam­starfið hang­ir ekki á bláþræði vegna umræðu núna frek­ar en umræðu áður sem oft hef­ur verið hörð. Sam­starf hang­ir ein­göngu á bláþræði ef menn vilja ekki starfa sam­an.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, fundar með for­mönn­um rík­is­stjórn­ar­flokk­ana í dag en hann kom til lands­ins í morg­un. Þetta kem­ur fram á Vísi. Hann sagði í sam­tali við frétta­stofu að staðan sé alvarleg og að „for­seti þurfi að vera til staðar og þurfi að standa sína plikt.“

Mbl.is greinir frá því að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­i að hans fyrsta verk eft­ir að hann kem­ur til lands­ins í dag verði að ræða við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra.

Hér má sjá fréttamynd ársins.

Drullið ykkur af lóðinni.

Posted by Vilhelm Gunnarsson on Mánudagur, 4. apríl 2016

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing