Tónlistarmaðurinn Mugisson sendi í gær frá sér lagið Sólin er komin, sem verður á væntanlegri plötu hans. Mugisson tilkynnti útgáfu lagsins á Facebook.
Þar skrifar hann að grunnurinn fyrir lagið hafi komið árið 2013 þegar leynihljómsveitin Blúsbræður, sem innihélt hann, Magga Eiríks og KK, hittist yfir helgi í Súðavík.
Sjá einnig: Mugison komst úr skuldafeni vegna góðrar sölu á Haglél: „Ég var bara ringlaður sko“
„Svo fór lagið í dvala í nokkur ár. Það lifnaði aftur við þegar við fjölskyldan túruðum um landið 2017 í tvo mánuði, þá snérum við sólarhringnum nærrum því við, okkur fannst svo gott að keyra á nóttunni eftir tónleika og vera laus við túristana og eiga helstu perlur landsins alein. Millilagið kom á Akureyri, ég var að vinna í laginu niðrá bryggju í bílnum mínum í sól og sjávargolu. Mig hefur lengi langað að gera svona trallandi jákvætt lag. Við tókum grunninn upp læf í Sundlauginni í Mosó, Ómar Guðjóns á gítar, Valdimar Olgeirs á kontrabassa og ég á gítar og rödd, svo rödduðu Ómar, Rósa og Rúna eftirá. Njótið og Grillið,“ skrifar Mugisson.
Hlustaðu á lagið: