Donte Palmer er 31 árs gamall kennari búsettur í St. Augustine í Flórída fylki Bandaríkjanna. Donte hefur vakið mikla athygli í vikunni eftir mynd sem hann setti inn á samfélagsmiðla þar sem hann sést brasa við að skipta um bleyju á Liam, yngsta syni sínum, á almenningssalerni.
Í kjölfarið hefur Donte orðið nokkurskonar andlit í baráttu fyrir því að koma fyrir skiptiborðum á almenningssalernum fyrir karlmenn í heiminum.
Donte segir að hann þurfi yfirleitt hjálp frá sjö ára syni sínum Isaiah þegar hann skiptir á Liam. Þegar fjölskyldan var úti að borða á dögunum hafi Isaiah smellt myndum af pabba sínum á meðan hann skipti um bleyju. Myndin er nú orðin heimsfræg.
Donte setti myndina á Instagram síðu sína og skrifaði: „Hvað er málið með það að það séu ekki skiptiborð á karlkyns salernum. Við þurfum augljóslega oft að gera þetta, sjáið bara hvað það fer vel um son minn.“
Wait wait wait there's not changing tables in men's bathrooms?! Lmao so they rly just assumed only women carry kids around?! Humans are such a bad idea omg when is our upgrade https://t.co/EHalcS1wnO
— Alté Keith (@holadamilola) September 27, 2018
Nútíminn náði tali á nokkrum feðrum á Íslandi sem hafa lent í svipaðri stöðu. Þó víða megi finna skiptiborð á karlkyns baðherbergjum þá sé ástandið klárlega ábótavant.