Kvikmyndin Undir Halastjörnu verður frumsýnd í dag en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Sérstök hátíðarfrumsýning fór fram í Smárabíói í gær og hér að neðan má sjá ljósmyndir sem Mummi Lú tók á forsýningunni.
Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar er Ari Alexander Ergis Magnússon. Aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinnsson hjá Truenorth.
Sjá einnig: Sjáðu sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd sem er byggð á Líkfundarmálinu
Ari segir að hugmyndin af myndinni hafi kviknað út frá atburðunum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004 þegar kafari fann lík við höfnina á Neskaupstað þegar hann var að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum.
Með aðalhlutverk í myndinni fara Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis.
Sjáðu myndirnar frá forsýningunni